Í morgun kl. 8:26 varð jarðskjálfti að stærð 3,2 með upptök á mjög grunnu dýpi norðarlega í Kötluöskjunni.
Skjálti um 1 að stærð var á sama stað um mínútu á undan.
Engir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið og engin órói hefur mælst.
Lítil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðustu mánuði en vel er fylgst með öllum skjálftum í henni á Veðurstofu Íslands.