Fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 greiddi Sveitarfélagið Árborg um 33 milljónir króna í fjárhagsaðstoð til íbúa sinna, sem er tveimur milljónum krónum lægri upphæð en á sama tíma árið 2013.
Á sama tímabili fóru 125 þúsund krónur í neyðaraðstoð sem er ætluð til að tryggja börnum og unglingum innan fjölskyldu farborða. Þá fóru 135 þúsund krónur í kaup á Bónuskortum.
Á umræddum ellefu mánðum fengu að meðaltali 33 einstaklingar reglulega fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu sem hljóðar umm á 130 þúsund krónur á mánuði. Hjón eða sambúðarfólk fengu 208 þúsund krónur á mánuði.