389 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 389 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hafa aldrei verið fleiri. Tilfellum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúman þriðjung síðan á mánudag.

Flestir eru í einangrun í Árborg, 94 einstaklingar og þar eru 168 sóttkví. Í Hveragerði eru 62 í einangrun og 83 í sóttkví. Í Ölfusi eru 32 í einangrun og 51 í sóttkví. Þá eru 32 í einangrun í Grímsnesinu og 29 í sóttkví.

Alls eru 583 í sóttkví í umdæmi HSU, og er tæplega helmingur þeirra á Selfossi og í Vestmannaeyjum, en í þessum tveimur kaupstöðum eru samtals 273 í sóttkví að því er fram kemur í tölum frá stofnuninni.

Fyrri greinÁrni Freyr átti besta slagorðið
Næsta grein„Bílabrenna“ á Hvolsvelli