Frestur til að gera athugasemdir við nýtt umhverfismat Hvammsvirkjunar í Þjórsá rann út í gær. All bárust 35 athugasemdir til Skipulagsstofnunar, flestar frá almenningi.
RÚV greinir frá þessu.
Auk þess hafa sex lögbundnir umsagnaraðilar, eins og það heitir, skilað umsögnum til stofnunarinnar.
Þetta umhverfismat tekur aðeins til áhrifa á annars vegar landslag og ásýnd þess og hins vegar á ferðaþjónustu og útivist.
Mat á Hvammsvirkjun var upphaflega gert 2003 en árið 2015 ákvað Skipulagsstofnun að endurskoða ætti tvo umhverfisþætti. Í umhverfismatinu kemur fram að áhrif á landslag og ásýnd þess séu allt frá því að vera óveruleg upp í talsvert neikvæð. Áhrifin á ferðaþjónustu og útivist eru talin óverulega neikvæð á öllu áhrifasvæði virkjunnarinnar.
Hvammsvirkjun er ein af þremur virkjunum sem fyrirhuguð er í neðri hluta Þjórsár sem deilt hefur verið um. Hún verður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi skammt frá Þjórsárdal. Athugasemdir og umsagnir verða nú sendar Landsvirkjun sem að lokinni yfirferð skilar endanlegri matsskýrslu.