Eitt kórónuveirusmit til viðbótar hefur greinst í Hrunamannahreppi á síðustu dögum en annars hefur fólki í einangrun fækkað mikið á Suðurlandi síðan í síðustu viku.
Í dag eru 36 í einangrun á Suðurlandi, flestir í Þorlákshöfn þar sem 21 einstaklingur er í einangrun og samtals eru 19 í sóttkví í Ölfusi.
Sjö eru í einangrun á Selfossi og þar eru 26 í sóttkví og í Hrunamannahreppi eru sex í einangrun og níu í sóttkví. Samtals eru 75 í sóttkví á Suðurlandi en voru 119 fyrir helgi.
Þetta kemur fram í nánast daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þá eru 119 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.