390 Sunnlendingar bólusettir

Bólusetningarteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að störfum. Ljósmynd/HSU

Bólusetning í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gekk mjög vel í dag en 390 manns verða bólusettir gegn COVID-19 í dag og á morgun.

Sextíu framlínustarfsmenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og 330 íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum fá bólusetningu. Byrjað var að bólusetja á Selfossi um klukkan 9 í morgun en einnig var bólusett í Vestmannaeyjum, á Hellu, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði.

„Við vorum síðust hér á Höfn að fá til okkar efni og erum að verða búin,“ sagði Elín Freyja Hauksdóttir, yfirlæknir á Hornafirði og umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi, þegar sunnlenska.is heyrði í henni um miðjan daginn.

„Eftir þrjár vikur fáum við svo aftur sama skammt, til að bólusetja alla aftur af seinni skammtinum. Þangað til geymir Distica efnið í sérstökum frysti sem fer upp í -80°C,“ bætti Elín Freyja við.

Fyrri greinVelkomin í Ölfusið
Næsta greinMest lesið á Sunnlenska.is árið 2020