40 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls voru 40 manns í einangrun og 681 í sóttkví á Suðurlandi í morgun, mánudaginn 5. október.

Flest COVID-19 tilfellin eru í Bláskógabyggð og á Höfn í Hornafirði þar sem 6 eru í einangrun. Á Selfossi og í Vestmannaeyjum eru 5 í einangrun í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi eru tilfellin færri og sumsstaðar engin.

Langflestir eru í sóttkví á Selfossi, samtals 558 manns og megnið af þeim hópi eru nemendur Sunnulækjarskóla. Í Sandvíkurhreppi, í dreifbýli Árborgar, eru 32 í sóttkví og eru þeir sömuleiðis flestir nemendur Sunnulækjarskóla.

Tölur dagsins má skoða á heimasíðu HSU.

Fyrri greinMetin féllu á haustmóti LSÍ
Næsta greinÁrný nýr formaður FOSS