40 milljónir til Landgræðslunnar vegna Skaftárhlaups

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, að veita eftirfarandi Landgræðslu ríkisins 40 milljónir króna vegna afleiðinga síðasta Skaftárhlaups.

„Skaftárhlaup olli miklum búsifjum og er nauðsynlegt að bregðast við til að hefta sandfok og svifryksmengun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.

Samráðshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta hefur fjallað um þörf á viðbrögðum í kjölfar síðasta Skaftárhlaups. Upplýsingar voru fengnar frá Landgræðslu ríkisins sem og Veðurstofu Íslands vegna hættumats vegna Skaftárhlaupa um kostnað við brýnustu landgræðsluframkvæmdir.

Fyrri greinKrefjast þess að flutningurinn verði endurskoðaður
Næsta grein„Varnarleikurinn var frábær“