Sunnulækjarskóli á Selfossi verður stækkaður og eiga framkvæmdir að hefjast á þessu ári. Hönnun er í vinnslu og undirbúningur framkvæmda hafinn.
Jarðvinna fer af stað fyrir áramót og jafnframt verður bygging húsnæðisins boðin út fyrir áramót.
Viðbyggingin er austan núverandi húsnæðis og gengur til suðurs, alls um 400 fermetrar á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir um 300 milljónum króna á fjárhagsáætlun næsta árs til verksins og um 100 milljónum árið 2016.
Ráðist er í framkvæmdirnar í ljósi fjölgunar nemenda í skólahverfum Sunnulækjarskóla en þrengingar innan dyra hafa jafnframt kallað á kennslu í stærri hópum en ráð var fyrir gert.