Þrír ökumenn sem lögregla hafði afskipti af á Suðurlandi í liðinni viku eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum ölvaðir.
Tveir þeirra voru á ferðinni á Hornafirði en einn í Árnessýslu.
Alls voru 45 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu, 32 þeirra í Árnessýslu, 9 í V-Skaftafellssýslu og 4 í Rangárvallasýslu. Sextán þessara ökumanna voru meira en 30 km/klst yfir leyfðum hraða og sá sem hraðast ók var á 138 km/klst hraða á vegi þar sem leyfður hraði er 90 km/klst.
Þá voru þrír ökumenn kærðir í liðinni viku fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í umdæminu. Í dagbók lögreglunnar segir að 40 þúsund króna sekt við slíku broti, svona svo því sé haldið til haga.