Laugardaginn 10. október gengu félagskonur í Kvenfélagi Grímsneshreppi Sólheimahringinn í frábæru veðri.
Tilefni göngunnar var að safna áheitum fyrir Sjóðinn góða þar sem ekki var hægt að halda Grímsævintýrin og Tombóluna þeirra í ár, einnig sáu kvenfélagskonurnar ekki fyrir sér að geta haldið sitt árlega jólabingó.
Gangan var ekki bara góð hreyfing fyrir félagskonur heldur var ekki síður gott að fá tækifæri til að hittast og spjalla á tímum takmarkana á COVID tímum. Að sjálfsögðu var allra sóttvarna gætt, aldrei fleiri 20 í einu á göngunni og fjarlægða gætt hjá þeim sem ekki eru í náinni samveru alla jafna. Áheitagangan gaf félagskonum tilgang í félagsstarfinu og fékk félagið mikinn stuðning í formi áheita. Áheitin fóru umfram væntingar og eru félagskonur í skýjunum yfir því.
Félagskonur vilja senda kærar þakkir fyrir þann stuðning sem þær fengu við verkefnið, í formi áheita og hvatningu. Nokkrir vinningshafar verða dregnir út úr hópi þeirra sem studdu verkefnið með áheitum, vinningshafar verða birtir á Facebooksíðu félagsins.
Opið var fyrir áheit til 18. október og söfnuðust alls 1.131.972 krónur. Auk þess lagði Kvenfélag Grímsneshrepps til hálfa milljón króna í mótframlag og því verður Sjóðnum góða afhent rúmlega 1,6 milljón króna í vikunni.
Sólheimahringurinn er um 24 km og gengu um 22 konur, hluta eða hringinn í heild sinni. Sumir gengu alla 24 km á meðan aðrir gengu styttri vegalengdir. Einnig fylgdu með nokkrir bílar því til að lágmarka sameiginlega snertifleti
Kvenfélagskonur vilja koma sérstökum þökkum til Hjálparsveitarinnar Tintrons, en tveir hjálparsveitarmeðlimir fylgdu göngunni á bíl sveitarinnar með öryggisljósum, frá Sólheimum að Borg. Til gamans tóku félagskonur saman samtals skrefafjölda og kílómetrafjölda sem genginn var. Þetta voru alls um 450 þúsund skref og um 345 km.