Í dag eru 457 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, flestir á Selfossi.
Í Árborg eru 138 manns í einangrun, þar af 110 á Selfossi, og á Selfossi eru einnig 174 í sóttkví.
Þá eru 43 í einangrun í Hveragerði og 69 í sóttkví og í Ölfusinu er 31 í einangrun og 25 í sóttkví.
Töluvert er um að fólk fari í sóttkví og einangrun í sumarbústaðabyggðir. Í Grímsnesinu eru 36 í einangrun og 35 í sóttkví og í Bláskógabyggð eru 24 í einangrun og 21 í sóttkví.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Á Selfossi var löng röð í skimun í morgun, frá því snemma í morgun og þangað til á öðrum tímanum í dag.