Nú eru 48 manns í fjöldahjálparstöð sem opnuð hefur verið í Vík fyrir ferðamenn sem bíða af sér veðrið sem nú gengur yfir um miðbik Suðurlands. Gert er ráð fyrir að eitthvað dúri í nótt en bæti síðan í vind aftur og verði mjög hvasst fram eftir morgninum.
Lögregla og björgunarsveitir standa vaktina og hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast, þakplötur hafa fokið, fjarskiptamastur í Dyrhólaey er fallið og tjón hefur orðið á húsum í byggingu. Þá hafa rúður brotnað í ökutækjum.
Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.