Atvinnulausum fækkaði mest hlutfallslega á Suðurlandi og Suðurnesjum í ágúst. Að meðaltali hafa 725 einstaklingar verið atvinnulausir á Suðurlandi síðustu 12 mánuði.
Í ágúst voru 609 atvinnulausir en voru 664 í júlí. Þegar skipting milli kynja er skoðuð sést að 331 karlar voru án atvinnu og 278 konur.
Áfram heldur að draga úr atvinnuleysi á landsvísu en atvinnuleysi á Suðurlandi nam 4,9% í ágúst en var 5,3% í júlí síðastliðnum. Það er heldur minna atvinnuleysi en skráð landsmeðaltal.
Á Suðurlandi voru 5 laus störf í ágúst samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar en voru 43 í ágúst í fyrra.