50 þúsund króna íþrótta- og tómstundastyrkur

Laugalandsskóli.

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur samþykkt að íþrótta- og tómstundastyrkur sveitarfélagsins fyrir börn og ungmenni upp að átján ára aldri verði fimmtíu þúsund krónur á hvern iðkanda á þessu ári.

Styrkinn er hægt að nýta til niðurgreiðslu á skipulögðu starfi sem er stundað undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinanda.

Þetta á við um starfsemi viðurkenndra íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, dansskóla, myndlistarskóla og þess háttar.

Fyrri grein1-0 fyrir Þór
Næsta greinMikil óánægja með skerðingu á þjónustu Íslandspósts