Heildartekjur Mýrdalshrepps á þessu ári eru áætlaðar 318 milljónir króna og rekstrargjöld tæplega 302 milljónir króna en fjármagnsliðir eru neikvæðir um 13,9 milljónir.
Launagreiðslur eru áætlaðar 167,3 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða A – hluta verður jákvæð um 6 milljónir kr. og samstæðunnar um 10 milljónir kr. samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var rétt fyrir áramót.
Á árinu 2011 eru fjárfestingar sveitarsjóðs áætlaðar 50 milljónir kr. Stærstu verkefnin verða sjóvarnargarður í Víkurfjöru sem stefnt er að því að bjóða út í lok febrúar. Þá er ætlunin að ljúka við gatnagerð í efra og neðra Sigtúni og að fara í endurbætur á grunnskólanum og félagsheimilinu Leikskálum.