Árið 2012 var áætlað að um 320 þúsund manns hefðu komið að Skógafossi og daglega má sjá fjölda fólks á leið upp eða niður tröppurnar sem liggja með fossinum.
Í sumar hefur verið unnið að því að þétta járntröppur, bera möl og lagfæra timburtröppur auk þess sem gengið var frá við útsýnispallinn og smíðaður nýr tröppustígur að járntröppunum. Alls eru 527 mismunandi tröppur upp með fossinum.
Þrátt fyrir að frágangi á tröppunum sé ekki lokið þá telst leiðin vera skammlaus og boðleg þeim sem vilja og hafa þor til að prufa.
Nánar má lesa um þetta, og skoða myndir á heimasíðu Rangárþings eystra.