5,3% atvinnuleysi í júlí

Að meðaltali hafa 729 einstaklingar verið atvinnulausir á Suðurlandi síðustu 12 mánuði.

Í júlímánuði voru 664 atvinnulausir, þar af 359 karlar og 305 konur. Ljóst er að heldur er að draga úr atvinnuleysi á landsvísu en atvinnuleysi á Suðurlandi nam 5,3% í júlí síðastliðnum en var 5,9% ef miðað er við 12 mánaða meðaltal.

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru laus störf á Suðurlandi 26 talsins í júlímánuði.

Fyrri greinNíu milljónir til að rannsaka áhrif eldgossins
Næsta greinSumarhúsaeigendur kæra