Atvinnuleysi á Suðurlandi var var 5,5% í maí og dregur nú hratt úr atvinnuleysi sem var 7,2% í febrúar.
Atvinnuleysi var 5,7% meðal karla en 5,4% meðal kvenna. Í maí fyrir ári síðan var atvinnuleysi 6,0% þannig að það er einnig að dragast saman milli ára.
5,5% atvinnuleysi jafngildir því að 698 manns hafi verið án atvinnu ef meðaltalstölur eru skoðaðar. Ljóst er að nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á Suðurlandi en þeim hafði fækkað um 80 frá því í apríl og um 54 frá því á sama tíma fyrir ári.
Á Suðurlandi voru 72 einstaklingar í vinnumarkaðsúrræðum í maí. Laus störf á Suðurlandi í maí voru 40 og hefur fjölgað nokkuð.