Smittölur á Suðurlandi fara niður á við þessa dagana en í dag eru 56 í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og 73 í sóttkví.
Flestir eru í einangrun á Selfossi, 21 talsins og þar eru 23 í sóttkví. Í Hrunamannahreppi eru 5 í einangrun og 20 í sóttkví og í Grímsnes- og Grafningshreppi eru 5 í einangrun og 7 í sóttkví. Þá eru fimm manns í einangrun í Vík.
Þetta kemur fram í nánast daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í gær greindust 115 manns með kórónuveiruna innanlands að því er fram kemur á covid.is