Ráðherra ferðamála hefur ráðstafað 200 milljón króna viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ráðstafaði viðbótarframlaginu með hliðsjón af vinnu stjórnar frá úthlutun framkvæmdasjóðsins í mars síðastliðnum.
Alls hljóta 15 verkefni styrk nú og fara alls 37 milljónir króna til verkefna á Suðurlandi. Um er að ræða verkefni sem sóttu um í sjóðinn við síðustu úthlutun en fengu ekki úthlutun.
Alls hljóta fjögur verkefni á Suðurlandi styrk nú og fara alls 37 milljónir króna í þessi verkefni. Um er að ræða verkefni sem sóttu um í sjóðinn við síðustu úthlutun en fengu ekki úthlutun.
Skálholt fær 19 milljón króna styrk fyrir gönguleiðaverkefnið Þorláksleið, Katla jarðvangur fær rúmar 3,5 milljónir króna til að auka öryggi við útsýnisstopp hjá Eyjafjallajökli og Fannborg ehf. fær rúmlega 2,4 króna styrk til að útbúa áningarstað við Gýgjarfoss, norðan við Kerlingarfjöll. Þá fær Sveitarfélagið Hornafjörður 12 milljón króna styrk til þess að útbúa göngu- og hjólastíg milli Svínafells og Skaftafells.
Með fjárveitingunni, sem er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins, verður unnt að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum um allt land sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.