62 milljónir í nýframkvæmdir og endurbætur

Samkvæmt fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2013 er áætlað að verja um 62 milljónum króna í nýframkvæmdir og endurbætur á húsnæði sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir uppbyggingu vegna leikskólamála en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort byggt verði við og endurbætur gerðar á núverandi húsnæði leikskólans í Þingborg eða hann fluttur að Flóaskóla og byggður upp þar.

Í Flóaskóla er gert ráð fyrir að mála þök, kanta, glugga og sökkla, og endurbæta á drenlögn við skólann.

Í félagsheimilinu Þingborg verður ráðist í endurbætur á eldhúsi, endurnýjun borða í sal og ofnalögn í borðsal.

Í félagsheimilinu Félagslundi er gert ráð fyrir því að þök og kantar verði máluð og borð endurnýjuð að hluta.

Í félagsheimilinu Þjórsárveri þar sem mötuneyti Flóaskóla er til húsa verður farið í endurbætur á eldhúsi, gólfefni á sviði og í geymslu verður endurnýjað, rennur og klæðningar á forsal lagfærðar og útihurðir endurnýjaðar.

Fyrri greinSmári íþróttamaður Bláskógabyggðar
Næsta greinÖlvaður ók inn í húsagarð