70 sagt upp hjá Kömbum sem stefna í gjaldþrot

Tölvugerð mynd af gluggaverksmiðju Kamba í Þorlákshöfn sem nýlega var tekin í notkun.

Fyrirtækið Kambar sagði upp sjötíu manns í gær. Fyrirtækið stefnir í gjaldþrot og engin laun voru greidd út um mánaðamótin eftir því sem fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins.

Kambar starfa í Kópavogi, Þorlákshöfn og á Hellu. Fyrirtækið er í eigu Karls Wernerssonar og framleiddi glugga, gler, hurðir og svalahandrið og hefur verið eini framleiðandi landsins á hertu gleri.

Starfsmaður hjá Kömbum segir í samtali við RÚV þetta munu koma illa við samfélagið á Hellu þar sem margir hafa starfað hjá fyrirtækinu.

Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga sameinuðust undir merkinu Kambar fyrir þremur árum. Velta Kamba var þá áætluð 2,5 milljarðar króna.

Frétt RÚV

Fyrri greinSelfossveitur semja um aukin jarðhitaréttindi
Næsta greinTveimur sleppt úr gæsluvarðhaldi