Aðfaranótt sl. föstudags var u.þ.b. 700 lítrum af litaðri hráolíu stolið af tönkum frá verktaka í grjótnámum norðan við Eystri-Sólheima.
Lögreglan biður þá sem hafa orðið varir við óeðlilegar mannaferðir á þessum slóðum á þessum tíma að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli.
Á laugardag urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við að búið var að brjóta rúðu í trésmiðjunni Rangá vestan við Hellu. Kom í ljós að búið var að brjótast þar inn og taka þar skiptimynt úr kassa.
Einnig var tilkynnt um innbrot sumarbústað við Hróarslæk í nágrenni Hellu í síðustu viku. Þaðan var stolið 32 tommu flatskjá.
Þeir sem hafa upplýsingar um ofangreind mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.