Alls er 730 bókanir að finna í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi frá því síðastliðinn mánudag, eða rúmlega 104 mál á meðaltali á dag.
Alls voru 54 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, flestir á svæðinu í kring um Hvolsvöll og austur fyrir Vík eða 33.
Samanlagðar álagðar sektir vegna þessara brota nema um 4 milljónum króna.
Að sögn lögreglu greiða flestir sektir sínar á staðnum eða innan 30 daga frá broti og fá þar með 25% afslátt af sektinni.
Þrír voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og tveir undir áhrifum ávana- eða fíkniefna.
Fjórir voru kærðir fyrir að tala í síma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað og einn var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Þá varð bruni í yfirbyggðri spennistöð á Höfn í Hornafirði um miðjan dag í gær. Töluvert tjón er á tengibúnaði en húsið var mannlaust og ekki urðu slys á fólki.