Í síðustu viku bauð Sveitarfélagið Árborg öllum íbúum í sveitarfélaginu sem verða 75 ára á árinu í kaffiboð í stóra tjaldinu í Sigtúnsgarðinum.
Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert en rétt rúmlega 40 einstaklingum var boðið ásamt mökum og heppnaðist kaffiboðið vel.
Boðið var upp á léttar kaffiveitingar við undirleik félaga úr Harmonikkufélagi Selfoss.
Tómas Smári Guðmundsson og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir komu einnig fram og flutt nokkur lög fyrir viðstadda.
Myndir frá kaffiboðinu má sjá á heimasíðu Árborgar.