7,5 milljónir króna í sektir

Lögreglan við Gígjukvísl. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 92 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku.

Sektarupphæðin er samanlagt rúmlega 7,5 milljónir króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um 2/3 hluta.

Fimm voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur og einn þeirra var að auki í símanum án handfrjáls búnaðar. Svo var reyndar um tvo aðra en báðir höfðu þó þá málsvörn að hafa spennt á sig beltin.

Fyrri greinTveir fastir á Kili
Næsta greinLífrænn úrgangur – frá upphafi til enda