79% kjörsókn í Bitru

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er lokið í fangelsunum á Litla-Hrauni og í Bitru. Mjög góð kjörsókn var í Bitru.

Á Litla-Hrauni eru 78 fangar og nýttu 35 sér kosningarétt sinn eða um 45%. Fulltrúi sýslumanns mætti á Litla-Hraun þann 17. maí en kjörfundurinn fer tímanlega fram þar sem fangarnir þurfa sjálfir að koma atkvæði sínu til kjörstjórna í sínu sveitarfélagi. Flestir gera það í gegnum skyldmenni sem sækja atkvæðaseðilinn í fangelsið, eða þá að þau eru póstsend.

Í Bitru var kjörfundur sl. þriðjudag og þar kusu ellefu fangar af fjórtán. Kjörsókn þar er því 78,6% sem þykir gott.

Fyrri greinBjörn Harðar: Framtíðin
Næsta greinÖskulagið víða fleiri tugir sentimetra