8 milljónir til viðbótar í tjaldsvæði

Bæjarráð Árborgar samþykkti í gær 8 milljón króna viðbótarfjárveitingu vegna frágangs lagna á nýju tjaldsvæði í Björkurstykki.

Beiðnin um viðbótarfjármagnið kom frá undirbúningshópi um landsmót 2012 og 2013. Um er að ræða frágang á vatnsveitu, fráveitu og raflögnum.

Bæjarráð vísaði kostnaði til endurskoðunar fjárfestingaáætlunar.

Fyrri greinRokktónleikar í Hvíta í kvöld
Næsta greinElur sæbjúgu á Eyrarbakka