800Bar farinn

Eldurinn í skemmunni í SET læsti sig í þakið á 800Bar og breiddist hratt eftir mæni hússins. Þak hússins hefur verið rifið og skemmtistaðurinn er ónýtur.

Slökkvistarf er enn í fullum gangi en mikill hiti er í húsunum þó að eldurinn sé lítill.

Lögerglumaður sem sunnlenska.is ræddi við á vettvangi sagði að eldurinn hafi breiðst hratt út á 800Bar en með því að ráðast á þakið og rífa það hafi næsta húsi, verslun TRS verið bjargað.

Búið var að bjarga lítilræði af verðmætum af veitingastaðnum áður en eldurinn braust þar út.

Fyrri greinLögðu áherslu á að bjarga næstu húsum
Næsta greinÍbúar loki gluggum vegna brunans – Vatnslaust víða