Einn vinningsmiðanna í Víkingalottóinu í kvöld var seldur í verslun Samkaup Úrval á Selfossi. Eigandi miðans er 86 milljónum króna ríkari eftir útdráttinn.
Vinningshafinn var einn af þremur sem skiptu með sér tvöfalda pottinum í kvöld. Sá heppni deilir pottinum með tveimur Norðmönnum og fær hver þeirra rúmlega 86,3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.
Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að þetta sé í 25. skiptið sem 1. vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og í annað skiptið sem fyrsti vinningur í Víkingalottói er keyptur á þessum sama sölustað.