10.DS og 9.DE kepptu til úrslita í „Kveiktu”, árlegri spurningakeppni milli bekkja á unglingastigi í Vallaskóla á Selfossi.
Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin en hún er útsláttarkeppni þar allir bekkir á unglingastigi hefja keppni og reyna með sér þar til að eftir standa tvö lið.
Að þessu sinni voru það 10.DS og 9.DE(GOS) sem tókust á í lokarimmunni. 9.DE hafði betur eftir drengilega keppni og hampaði sigurlaununum sem er farandlampi og þykir mikill kjörgripur. Auk þess fengu bæði liðin bókargjöf og gómsæt páskaegg að launum.
Sigurlið 9.DE skipa þær Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Halldóra Íris Magnúsdóttir og Guðrún Úlfarsdóttir. Lið 10.DS skipa Ívar Bjarki Lárusson, Sölvi Ólafsson og Gíslína Skúladóttir.
Spurningahöfundur var sem fyrr Hanna Lára Gunnarsdóttir, Aron Hinriksson var spyrill og tímavörður var Kristjana Hallgrímsdóttir.