Uppbyggingarsjóður Suðurlands, undir stjórn SASS, úthlutaði 42 milljónum króna til 93 verkefna í síðustu viku. Alls bárust sjóðnum 184 umsóknir. Styrkveitingar til menningarverkefna voru um 18 milljónir króna og 24 milljónir til nýsköpunarverkefna.
Stærstu styrkirnir í menningarmálum fóru til Sumartónleika í Skálholtskirkju, alls 700 þúsund krónur. Gullkistan og kammertónleikar á Klaustri hlutu sitt hvorn 600 þúsund króna styrkinn. Barnabókahátíð fékk 550 þúsund. Meðal annarra verkefna sem hlut styrk, voru Tónleikaröð Orgelsmiðjunnar, Konubókastofa og sögusýning í Sögusetrinu.
Hæstu styrki til atvinnuþróunar- og nýsköpunar hlaut sláturhús að Seglbúðum ehf. eða 1.750 þúsund krónur, til uppsetningar og hönnunar á stórgripalínu í sláturhúsinu. Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir fólk með geðraskanir hlaut 1.500 þúsund, en verkefnið er undir stjórn Jónu Heiðdísar Guðmundsdóttur.
Fjósakot ehf hlaut einnig 1.500 þúsund króna styrk til nýtingar á sunnlenskri repjuolíu saman við loðnulýsi. Meðal annarra verkefna má nefna Sagnasetur Eyjólfs á Hvoli, Kayjakferðir á Heinabergslóni og Lífrænt fóður fyrir landnámshænur.