93% mættu í Mýrdalshreppi

Þátttaka í Mýrdalshreppi var gríðarlega góð en þar kusu 93,5% þeirra sem voru á kjörskrá.

Í sveitarfélaginu eru 368 á kjörskrá og þegar kjörstað í Víkurskóla var lokað kl. 21:00 höfðu 344 skilað sínum atkvæðaseðli.

Þrír listar eru í boði í hreppnum, B-listi framfarasinna, E-listi Einingar og H-listi hamingjusamra.

Von er á fyrstu tölum úr Mýrdalshreppi eftir 45 mínútur.

Fyrri greinMjög mikil þátttaka í GogG
Næsta grein84,5% kusu í Rangytra