98% gestanna eru erlendir

Sumaropnun Fischerseturs á Selfossi lauk 15. september síðastliðinn, en við tekur vetraropnun, þar sem opið er eftir samkomulagi.

Aðsóknin jókst frá fyrra ári og voru um 98% gestanna af erlendum uppruna og þá alls staðar úr heiminum eins og t.d. frá Ástralíu, Asíu, Evrópu og Suður- og Norður Ameríku. Flestir gestanna tengdust skákíþróttinni á einn eða annan hátt, en sumir komu af forvitni og enn aðrir vegna dálæti þeirra á Bobby Fischer.

Átján sjálfboðaliðar stóðu vaktina í Setrinu s.l. sumar og er það alveg deginum ljósara að án þeirra skilnings og vinnuframlags þá væri Setrið ekki starfrækt. Vill framkvæmdastjórn sérstaklega þakka þeim fyrir þessa óeigingjörnu vinnu og aðstoð við uppbyggingu Fischerseturs, sem jafnframt styrkir bæjarfélagið á sviði ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn.

Þessir einstaklingar voru eftirfarandi: Aðalsteinn Geirsson, Árni Erlendsson, Ásdís Halldórsdóttir, Böðvar Jens Ragnarsson, Björgvin Guðmundsson, Eiríkur Harðarson, Eysteinn Jónasson, Gissur Jensson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Hjörtur Þórarinsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Þórdís Kristjánsdóttir, Þröstur Þorsteinsson og Sjafnarblóm og starfsmenn þess.

Þeir sem þess óska geta hringt í síma 894-1275 eða sent tölvupóst á fischersetur@ gmail.com til að fá safnið opnað.

Fréttatilk.

Fyrri greinBærinn kaupir Edenlóðina
Næsta greinRangárþing ytra sigraði í sundkeppninni