Áætlaðar afskriftir vega þungt

Fjárhagsáætlun Rangársþings eystra fyrir árið 2011 var samþykkt á síðasta sveitarstjórnarfundi.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nema alls 1.039 milljónum króna. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 991,3 milljónir króna og þar af reiknaðar afskriftir 66,8 milljónir króna.

Veltufé frá rekstri er áætlað 92,4 milljónir. Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 40,5 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 6,3 milljónir.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið 119 milljónum króna en afborgun lána er áætluð 47 milljónir króna. Þess má geta að við afgreiðslu málsins lagði fulltrúi D lista til að hugmyndir um fjárfestingar til byggingar íþróttahúss og stjórnsýsluhúss verði lagðar til hliðar, þeim slegið á frest og beðið átekta þar til betur árar. Það var fellt.

Ný langtímalán eru áætluð verða 60 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 772,5 milljónir kr. Eigið fé er áætlað í árslok 1.271 milljónir króna.

Fyrri greinHeimamenn hafa áhyggjur af slysahættu
Næsta grein41 HSK met sett árið 2010