Aðalfundur Samfylkingarinnar í dag

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi heldur aðalfund sinn í Landbúnaðarháskóla Íslands Reykjum í Ölfusi í dag.

Aðalfundurinn hefst kl. 13.00 á hefðbundnum aðalfundarstörfum þar sem meðal annars verður kosinn nýr formaður en Eysteinn Eyjólfsson lætur nú af þeirri stöðu.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum er á dagskrá umfjöllun um skýrslu og tillögur umbótanefndar og eflingu innra starfs Samfylkingarinnar sem Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, Margrét S. Björnsdóttir formaður framkvæmdastjórnar og Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra sjá um.

Að umfjöllun um skýrslu umbótanefndar lokinni eru almennar stjórnmálaumræður á dagskrá. Stefnt er að ljúka fundi um kl. 16.30.

Nánari upplýsingar má finna á www.samfylking.is

Fyrri greinRagnar til skoðunar hjá Gummersbach
Næsta greinSamið um greiðslur við landeigendur