Þrjátíu aðilar í ferðaþjónustu í Mýrdalnum hafa skrifað undir skjal þar sem þeir lýsa ánægju yfir nýgerðum samningi Umhverfisstofnunar og Mýrdalshrepps um friðlandið í Dyrhólaey.
Í samningi Umhverfisstofnunar og Mýrdalshrepps er miðað að verndun en jafnframt uppbyggingu fyrir ferðamenn á friðlandinu Dyrhólaey.
Jafnframt skora ferðaþjónustuaðilarnir á umhverfisráðherra að staðfesta samninginn sem allra fyrst svo hægt sé að hefjast handa við þetta bráðnauðsynlega verkefni.