Aðmíráll á Bakkanum

Hlýja loftinu frá Evrópu fylgja oft skemmtilegar sendingar en nokkrir krakkar á Eyrarbakka fundu aðmírálsfiðrildi í dag og fönguðu það í krukku.

Aðmírálsfiðrildi flækjast stundum til Íslands með hlýjum vindum en fjölga sér ekki hér og lifa ekki veturinn af. Þau kunna best við sig í Suður-Evrópu, Norður-Afríku eða í Norður-Ameríku.

Krakkarnir sýndu blaðamanni sunnlenska.is fiðrildið, nokkuð ánægð með sig og sögðu það hafa verið lítið mál að ná því.

Fyrri greinGuðmunda valin í A-landsliðið
Næsta greinViðsnúningur hjá Árborg