Aðrar tölur úr Suðurkjördæmi bárust klukkan 2:07 en þá höfðu verið talin 12.147 atkvæði. Alls eru 35.458 á kjörskrá.
Skipting þingsæta í Suðurkjördæmi eru óbreytt frá fyrstu tölum, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum fjórum þingmönnum en Framsóknarflokkurinn tapar tveimur og er með tvo þingmenn.
Samfylkingin heldur sínum þingmanni og Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir fá einn þingmann en voru ekki með neinn fyrir í kjördæminu.
Björt framtíð tapar sínum eina þingmanni samkvæmt nýjustu tölum.
Talin hafa verið 12.147 atkvæði.
Kjördæmakjörnir
- Páll Magnússon (D)
- Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
- Ásmundur Friðriksson (D)
- Smári McCarthy (P)
- Vilhjálmur Árnason (D)
- Ari Trausti Guðmundsson (V)
- Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
- Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
- Jóna Sólveig Elínardóttir (C)
Uppbótar
- Oddný G. Harðardóttir (S)
Aðrar tölur:
A – Björt framtíð: 625, 5,1%
B – Framsóknarflokkurinn: 2.371, 19,5%
C – Viðreisn: 803, 6,6%
D – Sjálfstæðisflokkurinn: 3.823, 31,5%
E – Íslenska þjóðfylkingin: 97, 0,8%
F – Flokkur fólksins: 439, 3,6%
P – Píratar: 1.385, 11,4%
R – Alþýðufylkingin: 19, 0,2%
S – Samfylkingin: 766, 6,3%
T – Dögun: 225, 1,9%
V – Vinstri græn: 1.272, 10,5%
Auðir og ógildir: 322