Flugbjörgunarsveitin á Hellu og lögreglan á Hvolsvelli fór inn á Landmannaleið á laugardagskvöld til þess að aðstoða ökumann sem hafði misst bíl sinn útaf og fest hann.
Maðurinn hafði misst bílinn útaf veginum á Dómdal, ekki langt frá Landmannahelli. Að sögn lögreglunnar er talsverð drulla sumstaðar á leiðinni og vatnasleysingar.
Eins og sést á fjallvegakorti Vegagerðarinnar þá er þessi leið lokuð allri umferð og lögreglan á Hvolsvelli biður ökumenn um að skoða hvaða vegi er búið að opna á hálendinu áður en lagt er af stað í ferðir.