Lögreglan á Hvolsvelli var talsvert á þjóðveginum við radarmælingar í síðustu viku og voru fimmtán ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Að auki var einn ökumaður undir áhrifum áfengis stöðvaður. Allir þessir ökumenn fá viðeigandi sekt fyrir brot sín.
Lögreglumenn voru aftur við eftirlit á þjóðvegi 1 í dag og fyrsti ökumaðurinn sem var stöðvaður ók var á 153 km hraða austan við Hvolsvöll, skammt frá Markarfljótsbrúnni.
Sá ökumaður missir ökuskírteinið sitt í mánuð og þarf að borga háa sekt.
Lögreglan segir það því ekki vera úr vegi að minna ökumenn á hámarkshraðann á bundnu slitlagi er 90 km/klst auk þess sem ökumenn eru hvattir til að þrífa hjá sér framrúðuna þar sem blessuð sólin er enn mjög lágt á lofti.