Múlaberg SI 22 verður á bolfiskveiðum fyrir vinnslu Rammans í Þorlákshöfn fyrstu 2-3 mánuði ársins.
Eftir það fer skipið aftur á rækjuveiðar frá Siglufirði. Múlabergið hefur verið að koma með á milli 60 og 70 tonn að landi í viku hverri og er það þorskur, ufsi, karfi og eitthvað af ýsu.
Að sögn Jóns Páls Kristóferssonar, rekstrarstjóra Ramma hf. í Þorlákshöfn, mun þetta tryggja verkefnastöðu félagsins fram í apríl þegar humarvinnsla félagsins hefst. Mest af því sem Múlabergið kemur með að landi fer í vinnslu félagsins í Þorlákshöfn og eitthvað fer á markað.