Á meiri ferðinni á Mýrdalssandi

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Síðdegis á föstudag varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar. Einn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.

Í gær valt buggybíll við Hvítárvatn og var ökumaðurinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Fjögur önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt en án teljandi slysa á fólki.

Frá því á föstudag hefur lögreglan á Suðurlandi kært nítján ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast var á 151 km/klst á Mýrdalssandi. Mældur hraði upp á 151 km/klst skilar ökumanninum 210 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttinda í einn mánuð.

Þá stöðvaði lögreglan tvo ökumenn sem voru á ferðinni án ökuréttinda.

Fyrri greinÞyrla flutti einn á sjúkrahús
Næsta greinÞrír kærðir fyrir hélaðar rúður