Á meiri ferðinni á Suðurstrandarvegi

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 33 ökumenn í síðustu viku fyrir að aka of hratt.

Hraðast ók ökumaður fólksbifreiðar á Suðurstrandarvegi síðastliðinn fimmtudag, en hann mældist á 149 km/klst hraða.

Þá stöðvaði lögreglan fimm ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og af þeim voru tveir sem svöruðu jákvætt við fíkniefnaprófi. Einn var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessir ökumenn voru stöðvaðir á Selfossi, í Þorlákshöfn,  uppsveitum Árnessýslu, Rangárvallasýslu og á Höfn.

Fyrri greinFögrusteinar buðu lægst í Langholtsveg
Næsta greinEva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020