Á miklum hraða með framljósið hangandi fram úr stuðaranum

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur í liðinni viku.

Um einn þeirra var tilkynnt á sunnudag þar sem hann ók austur Hellisheiði á miklum hraða með „hazard“ ljósin kveikt og annað framljósið hangandi fram úr stuðara bifreiðarinnar. Sá var stöðvaður við Hveragerði og reyndist ölvaður.

Sama dag voru tveir aðrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur, annar innanbæjar á Selfossi og hinn á Biskupstungnabraut.

Ökumaður fólksbifreiðar sem stöðvaður var vegna aksturs hans sviptur ökuréttindum á Suðurlandsvegi við Bolöldu síðastliðinn miðvikudag reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinTRS er Fyrirmyndar-fyrirtæki VR 2018
Næsta greinHærri sektir hafa mögulega áhrif á ökuhraða