Á ofsahraða á Heiðinni

Ungur ökumaður var stöðvaður á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að lögreglumenn höfðu mælt bíl hans á 159 kílómetra hraða.

Maðurinn verður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, fær þrjá punkta í ökuferisskrána og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt.

Tveir aðrir voru stöðvaðir skömmu síðar, báðir á 135 kílómetra hraða.

Fyrri greinAndlát: Filippus Hannesson
Næsta greinBeðið með goslokayfirlýsingu