Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 34 ökumenn fyrir hraðakstur í umdæmi sínu í liðinni viku.
Sá sem hraðast ók var á 152 km hraða við Múlakvísl í Mýrdal. Mál hans fékk venjulega afgreiðslu en viðurlög við slíku broti er 140.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í 2 mánuði og 3 refsipunktar í ökuferilsskrá.