Á þriðja tug umsókna um nýtt starf í Hveragerði

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Alls bárust 26 umsóknir um nýtt starf menningar- atvinnu og markaðsfulltrúa Hveragerðisbæjar sem auglýst var á dögunum.

Þrír drógu umsóknir sína til baka en umsækjendurnir 23 eru:

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins, tónlistarhúss Kópavogs
Antonio Moreno Domínguez, markaðsfræðinemi
Ásdís Sigurðardóttir, eigandi og rekstraraðili skíðaskólans
Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri, MPM
Dóra Þórsdóttir, framreiðslumeistari
Emil Fannar Þorvaldsson, söluráðgjafi
Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
Eva Björk Ingadóttir, aðstoðarforstöðukona á frístundarheimilinu Bifröst
Eyrún Ævarsdóttir, meistaranemi í menningarstjórnun
Gísli Magnússon, sérfræðingur
Heiða Eiríksdóttir, markaðssetning, vefstjórn og kynningarmál
Ingibjörg Greta Jónsdóttir, verkefnastjóri
Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Gaflaraleikhússins
Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri í byggðaþróunardeild
Lydía Dögg Egilsdóttir, sérfræðingur í Markaðsmálum
Margrét Polly Hansen, hótelráðgjafi
Ólafur H. Ólafsson, fangavörður
Rakel Magnúsdóttir, starfsmaður í framkvæmd íþróttaviðburða
Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, forstöðumaður
Sigurður Kaiser, meistaranemi í menningarmiðlun
Tomasz Fabiszewski, fyrirlesari
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri og fv. sveitarstjóri

Samkvæmt upplýsingum frá Hveragerðisbæ er verið að vinna úr umsóknum og er áætlað að ráðningarferlinu ljúki í seinni hluta ágústmánaðar.

Fyrri greinBergrós rústaði síðustu greininni og tryggði sér 3. sætið
Næsta greinStuðball og sjálfskipaðir trúbadorar í Rangárþingi eystra