Áætlunarflug hefst milli Hafnar og Reykjavíkur

Höfn í Hornafirði. Ljósmynd/RARIK

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni ehf um flug á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.

Áætlunarflug samkvæmt samningnum mun hefjast næstkomandi mánudag, þann 16. nóvember.

Einnig var samið við Norlandair ehf um flug á milli Reykjavíkur og Gjögurs og Reykjavíkur og Bíldudals.

Ríkiskaup auglýstu útboð á þessum leiðum fyrir Vegagerðina í apríl í vor og voru tilboðin opnuð í júní. Útboðið var kært en eftir að kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvunarkröfu tók Vegagerðin nýja ákvörðun um val tilboða í október síðastliðnum. Það var var einnig kært en kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvun og heimilaði samninga þann 30. október og gekk þá Vegagerðin til samninga við lægstbjóðendur.

Fyrri greinNý og fjölbreytt Heimshornalína frá Holta
Næsta greinGrímur verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum